Við erum ATTENTUS – Árangur er í fólkinu falinn

ÞJÓNUSTA

Image description

MANNAUÐSSTJÓRI
TIL LEIGU

Attentus tekur að sér að sinna mannauðsstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum. Við bjóðum hagkvæma, einfalda og áhrifaríka leið til að nýta tíma stjórnenda betur og auka rekstrar-árangur með markvissri mannauðsstjórnun.

Lesa meira
Image description

RÁÐGJÖF
& ÞJÓNUSTA

Ráðgjöf okkar og þjónusta byggir á fagþekkingu og áratuga reynslu á öllum sviðum mannauðsmála,
innri samskiptum og fræðslumálum, á sviði vinnu-réttar og kjaramála og á sviði stjórnunar og stefnu
mótunar.

Lesa meira
Image description

FRÆÐSLA
& ÞJÁLFUN

Hæfni starfsmanna er lykillinn að árangri. Við bjóðum áhrifaríkar leiðir við greiningu hæfni, fræðslu-
þarfa og við gerð þjálfunar-
áætlana. Við önnumst einnig fræðslu og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Lesa meira
Image description

ÚTTEKTIR
& GREININGAR

Viltu vita hver staðan er í raun og veru? Við önnumst ýmiss konar greiningar s.s. áreiðanleikakannanir, stjórnsýsluúttektir, viðhorfs-kannanir, jafnlaunagrein-ingar, stjórnendamat og ýmiss konar stöðumat sem tengist árangri á sviði mannauðsmála.

Lesa meira
Tær snilld. Attentus hefur opnar nýjar víddir
í mannauðsmálum hjá Lýsi og færir okkur ný tæki
sem nýtast frábærlega í stjórnun.
Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis

Nýtt

Nýr starfsmaður mun leiða þróun kannana, úttekta og greininga
18. febrúar 2015

berglindb_hreinsdottir_1a

 

Berglind Björk Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá okkur. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Berglind stýra frekari þróun á þessu sviði. Hún kemur til okkar  frá Hagstofu Íslands þar sem hún var deildarstjóri gagnasöfnunar. Áður starfaði hún sem sérfræðingur í launarannsóknum hjá Kjararannsóknarnefnd. Þá situr Berglind í stjórn faghóps um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi.
Berglind Björk lauk MPM námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, hefur IPMA vottun á C stigi og er vottaður Scrum master. Hún hefur BA gráðu í ...

UM ATTENTUS

Attentus veitir þjónustu og ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri út frá áherslum mannauðsstjórnunar.

Þjónustan byggir á fagþekkingu, reynslu og metnaði með það að markmiði að auka rekstrarárangur.

Við leggjum áherslu á einfaldar og skilvirkar leiðir sem stuðla að arðsemi rekstrar og ánægju starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.

Ráðgjafar okkar hafa allir unnið við stjórnun í íslenskum fyrirtækjum og hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sviði mannauðsstjórnunar.

Áhersla er lögð á náið samstarf við stjórnendur og góður stuðningur við innleiðingu og eftirfylgni tryggir góðan árangur.

Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007 af Árnýju Elíasdóttur, Ingu Björgu Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur. Í dag eru auk stofnenda þær Guðríður Sigurðardóttir og Sigrún Þorleifsdóttir eigendur að fyrirtækinu og starfa þær allar sem ráðgjafar hjá Attentus.

STARFSFÓLK

HAFA SAMBAND

Eigendur

Skrifstofur

Attentus mannauður og ráðgjöf

Smáratorg 3, 14. hæð
201 Kópavogi
+354 519 75 10 Kt. 630811-0580