Attentus gerir samning við Te og kaffi
16. júní 2015

Attentus hefur gert samning við Te og kaffi um bakhjarl í mannauðsmálum. Við hlökkum til að aðstoða þetta flotta fyrirtæki í að stíga skref í áttina að skilvirkari mannauðsmálum.

http://www.teogkaffi.is

Attentus styrkir menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar
8. maí 2015

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hefur frá stofnun árið 2012 styrkt efnalitlar konur til náms í þeim tilgangi að gefa þeim aukin tækifæri á vinnumarkaði.

Attentus hefur ákveðið að styðja við þetta góða málefni með því að
bjóða styrkþegum viðtal hjá mannauðsráðgjafa Attentus sem veitir ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit. Ráðgjöf Attentus felst í viðtali þar sem aðstoð og ráðgjöf er veitt við:

Gerð ferilskrár
Atvinnuleit: Hvernig ber að haga sér í atvinnuleit.
Atvinnuviðtal: Hvernig er best að kynna sig í atvinnuviðtali og hvað ber að forðast.
Atvinnumöguleikar: Hver er staðan á vinnumarkaði.Greining á starfsáhugasviði og atvinnumöguleikum með tilliti til þess.lyklakippa

Á mæðradaginn ár hvert er selt Mæðradagsblóm til styrktar Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Við hvetjum alla til að styðja sjóðinn og kaupa Mæðrablómið 2015 um helgina.

http://www.mbl.is/…/07/hvatning_thegar_einhver_truir_a_mann/

Nýr starfsmaður mun leiða þróun kannana, úttekta og greininga
18. febrúar 2015

berglindb_hreinsdottir_1a

 

Berglind Björk Hreinsdóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa hjá okkur. Attentus hefur um árabil unnið ýmsar kannanir, úttektir og greiningar fyrir viðskiptavini og mun Berglind stýra frekari þróun á þessu sviði. Hún kemur til okkar  frá Hagstofu Íslands þar sem hún var deildarstjóri gagnasöfnunar. Áður starfaði hún sem sérfræðingur í launarannsóknum hjá Kjararannsóknarnefnd. Þá situr Berglind í stjórn faghóps um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi.
Berglind Björk lauk MPM námi í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands, hefur IPMA vottun á C stigi og er vottaður Scrum master. Hún hefur BA gráðu í sálfræði og félagsráðgjöf frá sama skóla, diplomu í mannauðsstjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er að ljúka námi í straumlínustjórnun frá Opna háskólanum í Reykjavík.

Nýtt fréttabréf – Hvers vegna að úthýsa mannauðsmálum o.fl.
4. febrúar 2015

Nýtt fréttabréf Attentus hefur litið dagsins ljós. Þar er m.a. fjallað um rannsókn á hvers vegna fyrirtæki og stofnanir velja að úthýsa mannauðsmálum, umfjöllun um nýja starfsmenn hjá Attentus, fjarvistir á vinnustöðum o.fl. Einnig viljum við minna á sölu á handbókinni Árangursrík fræðsla og þjálfun. Bókin er m.a. afrakstur evrópsks samstarfsverkefnis sem Attentus tók þátt í en hún Árný okkar er einn af höfundum bókarinnar.

Hægt er að sjá fréttabréfið í heild sinni hér

Nýr starfsmaður
21. janúar 2015

sigridur_thorgeirsdottir_1a

 

Sigríður Þorgeirsdóttir er nýr  ráðgjafi hjá okkur.  Sigríður hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stjórnun mannauðsmála. Hún starfaði hjá LOGOS logmannsþjónustu á árunum 2002 -2014, fyrst sem skrifstofu- og starfsmannastjóri og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Áður var hún  skrifstofu- og starfsmannastjóri hjá Aubrey Daniels International í Atlanta í Bandaríkjunum.  Sigríður situr í stjórn Gámaþjónustunnar og Kvosar og sem varamaður í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar.

Sigríður lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands, MBA námi frá West Virginia University, AMP frá IESE Business School og stjórnendamarkþjálfun (e.Executive Coaching) frá Opna Háskólanum í Reykjavík og Coach University.

Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa.

Gleðileg jól
22. desember 2014

Attentus_jolakort 2014

Attentus styrkir Barnaspítala Hringsins
18. desember 2014

Í stað jólagjafa til viðskiptavina okkar styrkjum við Vökudeild Barnaspítala Hringsins og þökkum fyrir þeirra frábæra starf í gegnum árin.  Árný og Ingunn heimsóttu deildina og afhentu Margréti deildarstjóra framlagið.

photo

Attentus mannauðsstjóri til leigu hjá Icelandic Group
1. desember 2014

aSirra

Á dögunum var undirritaður samningum milli Attentus og Icelandic Group um Mannauðsstjóra til leigu. Icelandic Group á sér um 70 ára sögu í framleiðslu og sölu á sjávarafurðum og er með starfsstöðvar bæði í Evrópu og Asíu. Markmiðið með samninginum er að Icelandic Group fái bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar auk þess sem unnið verður að sértækum verkefnum. Ráðgjafi Attentus hjá Icelandic Group er Sigríður Guðmundsdóttir.

 

Attentus gerir samning við Hjallastefnuna
21. október 2014

Undirritaður hefur verið samningur milli Hjallastefnunnar og Attentus um bakhjarl í mannauðsmálum. Markmið samningsins er að Hjallastefnan fái bestu mögulegu þjónustu og ráðgjöf á sviði mannauðsstjórnunar auk þess sem unnið verður að sértækum verkefnum.

Ráðgjafi Attentus hjá Hjallastefnunni er Sigríður Guðmundsdóttir (Sirra) sem er reyndur grunnskólakennari og ráðgjafi í mannauðsmálum. Við hlökkum til samstarfsins.

HjallastefnanSirra

Attentus leitar að mannauðsráðgjafa
12. október 2014

Attentus_ráðning